Almenni, lífeyrissjóður fyrir þig

Veldu Almenna lífeyrissjóðinn!

Lán á góðum kjörum

Sjóðfélögum Almenna bjóðast lán á góðu kjörum sem eru sambærileg við það besta sem gerist hjá bönkum og lánastofnunum. Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum hjá Almenna.

Séreignarsparnaður

1/3 í séreign

Sjóðfélagar Almenna greiða 4% af skylduiðgjöldum í séreign. Séreign er að fullu í eigu sjóðfélagans og er laus til úttektar um sextugt. Séreignin erfist að fullu við fráfall. Þú hefur val milli 6 ávöxtunarleiða fyrir séreignina.

Almenni lífeyrissjóðurinn er opinn öllum

Opinn lífeyrissjóður

Almenni er opinn lífeyrissjóður fyrir þá sem geta valið sér lífeyrissjóð og vinsæll meðal sérfræðinga og stjórnenda ýmissa starfsgreina.

Líst þér vel á?

Gerast sjóðfélagi  Læra meira

6
Ávöxtunarleiðir
164
Ma.kr 31.12.14
42000
Sjóðfélagar

Val milli 6 ávöxtunarleiða

Þú getur valið á milli 6 ávöxtunarleiða hjá Almenna, allt eftir því hversu mikið þol þú hefur fyrir sveiflum í ávöxtun. Auk þess getur þú valið Ævileiðina en þar flyst inneign sjálfkrafa á milli ævisafna eftir aldri.

Frábær réttindi

Það hlutfall af skylduiðgjöldum sem fer ekki í séreignarsjóð fer í að ávinna þér ellilífeyri til æviloka og örorku-, maka- og barnalífeyri ef eitthvað kemur upp á. Kynntu þér málið nánar með því að smella hér

Sjóðfélagar stjórna

Hjá Almenna eru eingöngu sjóðfélagar í stjórn sem eru kosnir af sjóðfélögum sjálfum. Sjóðurinn er óháður bönkum og öðrum  hagsmunaaðilum. Afkoma sjóðsins og hagsmunir sjóðfélaga eru í forgangi hjá sjóðnum.

Lán á góðum kjörum

Sjóðfélögum Almenna bjóðast lán á kjörum sem eru samkeppnishæf við það besta sem gerist hjá bönkum og lánastofnunum. Veðhlutfall er allt að 75% og hámarkslán er 50 milljónir. Lánin eru án uppgreiðslugjalds. Kynntu þér málið nánar með því að smella hér.

Gerast sjóðfélagi

Algengar spurningar

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum

Get ég greitt til Almenna?

Það geta allir greitt viðbótarlífeyrissparnað til Almenna lífeyrissjóðsins en það sama gildir ekki um skylduiðgjöld. Ef ekkert er tekið fram um aðild að lífeyrissjóði í kjara- eða ráðningarsamningi þá getur viðkomandi valið sér lífeyrissjóð fyrir skylduiðgjöld eftir því sem reglur einstakra lífeyrissjóða leyfa.

Eru allir skyldugir að greiða í lífeyrissjóð?

Já. Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (nr. 129/1997) skulu allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur á aldrinum 16 – 70 ára greiða í lífeyrissjóð.

Hvað þarf ég að borga mikið í lífeyrissjóð?

Samkvæmt lögum þurfa allir að greiða að lágmarki 12% af launum í lífeyrissjóð. Algengast er að iðgjaldið skiptist niður í 4% framlag launþega og 8% mótframlag launagreiðanda.

Hver er munurinn á skyldulífeyrissparnaði og viðbótarsparnaði?

Allir verða að greiða að lágmarki 12% af heildarlaunum í lífeyrissjóð. Valkvætt er að greiða viðbótarsparnað allt að 4% af launum. Algengast er að greiða 2%-4% af launum og greiðir launagreiðandi þá 2% mótframlag.

Hver er munurinn á samtryggingarsjóði og séreignarsjóði?

Samtryggingarsjóður stendur undir greiðslu lífeyris til æviloka, örorku-, maka- og barnalífeyris en séreignarsjóður er erfanleg eign í eigu sjóðfélaga sem hægt er að taka út frá sextíu ára aldri.

Get ég tekið lán hjá Almenna Lífeyrissjóðnum?

Þegar búið er að greiða í minnsta kosti þrjá mánuði skyldulífeyrissparnað til Almenna eða viðbótarsparnað í sex mánuði þá er hægt að sækja um lán hjá sjóðnum.  Lán hjá Almenna eru veitt gegn veði í fasteign.

Góð ávöxtun

Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði

Ævileiðin

Séreign flyst sjálfkrafa milli ævisafna eftir aldri!

Ævisafn I

Ævisafn II

Ævisafn III

 • Ævisafn I hentar sjóðfélögum á aldrinum 16-44 ára.
 • Ávöxtunartími er að jafnaði 20-25 ár.
 • Áhættudreifing eigna í erlendum hlutabréfum er mikil þar sem fjárfest er í hlutabréfasjóðum með mikilli dreifingu á lönd, atvinnugreinar og fjölda fyrirtækja.
 • Reikna má með verulegum sveiflum í ávöxtun safnsins en til lengri tíma litið má gera ráð fyrir hærri ávöxtun.
 • Ævisafn II hentar sjóðfélögum á aldrinum 45-56 ára.
 • Ávöxtunartími er að jafnaði 10-15 ár
 • Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum að jöfnu.
 • Sveiflur í ávöxtun geta verið talsverðar en á lengri tíma jafnast sveiflurnar út.
 • Hentar vel fyrir sjóðfélaga sem eru 57 ára og eldri.
 • Ávöxtunartími er að jafnaði 7-10 ár.
 • Markmið safnsins er er langtímahækkun eigna með hærra hlutfall skuldabréfa og góðri áhættudreifingu.
 • Búast má með nokkrum sveiflum í ávöxtun safnsins, en áhersla á fjárfestingu í skuldabréfum skilar jafnari ávöxtun.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Þú getur sparað meira!

2% launahækkun

Mótframlag launagreiðanda gerir það að verkum að viðbótarlífeyrissparnaður jafngildir allt að 2% launahækkun. Þetta mótframlag færðu ekki nema þú sért með samning um viðbótarlífeyrissparnað.

Hátt hlutfall erlendra eigna

Hjá Almenna er allt að helmingur eignasafna í erlendum eignum. Það er meðal annars þess vegna sem góð áhættudreifing er í fjárfestingum hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Séreign sem erfist

Séreign erfist að fullu við fráfall sjóðfélagans. Séreignarsparnaður er lögvarin eign sem þýðir að sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot.

Séreign inn á lán

Fram á mitt ár 2017 er hægt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða skattfrjálst inn á höfuðstól húsnæðislána. Smelltu hér til að skoða nánar.

Séreign til fasteignakaupa

Fram á mitt ár 2017 er hægt að leggja viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðisreikning sem hægt er að nota sem útborgun í kaupum á fasteign. Smelltu hér til að skoða nánar.

Skattaleg hagræðing

Viðbótarlífeyrissparnaður er greiddur óskattlagður í séreignarsjóð en útborganir eru skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur. Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun sjóðsins og enginn erfðafjárskattur er greiddur ef sjóðfélagi fellur frá.

Hefja viðbótarsparnað

Hafa samband

Opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00

Almenni lífeyrissjóðurinn
Borgartúni 25,
105 Reykjavík

Sími: 510 2500
Netfang: almenni@almenni.is

Senda fyrirspurn

Ráðgjafar sjóðsins svara þér samdægurs